Listamaðurinn

Um Borghildi

Borghildur Guðmundsdóttir er fædd árið 1968 í Reykjavík en á ættir að rekja til Bolungarvíkur og til Reykjarfjarðar á Hornströndum.

Hún stundaði listanám sitt í Myndlistaskóla Akureyrar, fagurlistadeild, árin 2006-2010.  Áður hafði hún menntað sig sem snyrtifræðimeistari og förðunarmeirstari og starfað við það í mörg ár áður en hún hóf listnám.  Eftir útskrift úr listnámi 2010 hefur hún eingöngu starfað við fagurlist.

Borghildur hefur verið búsett á Akureyri frá árinu 2002.  Þar áður bjó hún á Sauðárkróki í mörg ár, í húsi alveg niður við sjóinn með óhindrað útsýni út Skagafjörðinn og Drangey í allri sinni dýrð.  Sem barn var hún í Reykjafirði á Hornströndum þar sem hún fékk náttúruna einnig beint í æð, allt frá mikilli þoku  yfir í ægifagurt sólarlag við sjóndeildarhringinn.  Þetta hefur mótað hana sem listamann og hefur hún nær alfarið einbeitt sér að landslagi í málverkum sínum.  Í náttúrutúlkun Borghildar má sjá seiðandi andrúmsloft og fallega stemmningu, hvort sem hún túlkar hafið eða hálendið.

Borghildur hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og haldið nokkrar einkasýningar. Hún er meðlimur í SÍM, Sambandi íslenskra myndlistamanna , og Myndlistafélagi Akureyrar en hún sat einnig í stjórn þess félags í nokkur ár.

Vinnustofa Borghildar er við smábátahöfnina á Akureyri,  Óseyri 18.


Einkasýningar

Einkasýningar

2017 Mjólkurbúðin, Listagilið, Akureyri

2013 Aðventan, Kaffitár, Reykjanesbæ

2013 Menningarvika/Sæluvika, Kaffitería í Sauðárkróksbakarí, Sauðárkrókur

Meðlimur félaga

SÍM – Samband íslenskra myndlistarmanna

Myndlistarfélag Akureyrar

Samsýningar

2020 Samsýning félaga í Myndlistarfélagi Akureyrar, Mjólkurbúðin, Akureyri.

2019 Samsýning félaga í Myndlistarfélagi Akureyrar, Mjólkurbúðin, Akureyri.

2018 Akureyrarvakan/Cultural Night, Mjólkurbúðin –

Salur Myndlistarfélagsins, Listagilið, Akureyri

2015 Grautur, Salur Myndlistarfélagsins, Listagilið, Akureyri

2013 Menningarvika/Sæluvika, Sauðárkrókur

2011 Menningarvika/Sæluvika, Sauðárkrókur

2010 Menningarvika/Sæluvika, Sauðárkrókur

2010 Útskriftarsýning, Myndlistarskólinn á Akureyri

Menntun

2013 Listmeðferð, Símenntun Háksólans á Akureyri

2010 Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri

2007 Fornámsdeild Myndlistaskólans á Akureyri

2000 Meistaranám í snyrtifræðum, Verkmenntaskóli Akureyrar

1995 Sveinspróf í snyrtifræðum, Dúx.

1994 Snyrtifræði, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti

1993 Listförðun, Listförðunarskóli Línu Rutar myndlistakonu

1988 Stúdent, Viðskipta- og  hagfræðibraut, Fjölbrautaskóli Suðurnesja

 

Viðurkenningar

2010 Hvatningarverðlaun Myndlistaskólans á Akureyri við útskrift.

1995 Íslandsmeistari í tísku- og ljósmyndaförðun

1994 Íslandsmeistari í listförðun.